Fréttir


Á fordæmalausum tímum vara Samhentir Kassagerð við mögulegum vöruskorti

Í gegnum tíðina hefur starfið og árangurinn hjá okkur í Samhentum Kassagerð byggst upp á færu starfsfólki og gríðarlega sterkum birgjum ásamt mjög góðu samstarfi við okkar viðskiptavini. Í dag státum við okkur af því að vinna mjög víða með stærstu birgjum heims. Stærð þessara birgja hefur hjálpað okkur að tryggja afhendingaröryggi til okkar viðskiptavina í gegnum tíðinna. Það ástand sem nú varir í heiminum í kjölfarið á heimsfaraldrinum, fordæmalausar aðstæður (force majeure), er ástand sem við höfum hvorki upplifað áður né séð fyrir. Eins og flestir hafa fundið fyrir þá hafa verð hækkað og vöruskortur að myndast víða. Við slíkar aðstæður verðum við oftar en ekki að leita til annarra af okkar birgjum við lausn vandamála og kemur þá inn styrkur Samhentra kassagerðar hvað flóru birgja varðar. Þetta kann samt að þýða lengri afhendingarfresti en áður og getur afhendingarfrestur í verstu tilfellum orðið allt að 12-20 vikur eins og staðan er í dag.

Bleikur október

Bleikur október

Samhentir kassagerð styrkja Krabbameinsfélagið


Miklar hækkanir á hrávörumarkaði

Miklar hækkanir vegna ástands á hrávörumarkaði hafa komið á daginn Þróunin á hrávörumarkaði á undanförnum mánuðum hefur falið í sér töluverðar kostnaðarhækkanir líkt og spáð var fyrir um sbr. http://www.samhentir.is/is/samhentir/frettir/kaeri-vidskiptamadur og í mörgum tilfellum farið fram úr verstu spám. Þannig hafa hækkanir verið að berast okkur vikulega frá okkar fjölmörgu birgjum og höfum við óhjákvæmilega þurft færa þær hækkanir út í verðið á okkar vörum. Því miður er ekki séð fyrir endann á þessari þróun og þörf á reglulegri endurskoðun meðan að þetta ástand varir. Fjölmargir flokkar hafa hækkað verulega vegna skorts á hrávöru og hækkunar á flutningum, svo sem plast, pappír, ál einnig aðrir hrávöruflokkar eins og olíu, timbur, stál, og gler svo nokkrir hrávöruflokkar séu nefndir.

Kassagerð Reykjavíkur rann inn í Samhenta fyrir rúmu ári síðan

Kassagerð Reykjavíkur rann inn í Samhenta fyrir rúmu ári síðan

Rúmlega ár er liðið síðan sölustarfsemi Kassagerðar Reykjavíkur rann inn í Samhenta. Á þeim tíma færðist og sala á vörum Kassagerð Reykjavíkur yfir til Samhentra og óhætt að segja að yfirfærslan hafi gengið ljómandi vel. Við viljum því benda á að ef þú ágæti viðskiptavinur hefur átt í viðskiptum við Kassagerð Reykjavíkur þá erum við með vöruna þína eða sambærilega vöru sem þú ert að leita að hérna hjá okkur í Samhentum. Hjá Samhentum höfum við landsins mesta úrval umbúðalausna í takt við nútímann ásamt ráðgjöf og þróun ýmissa lausna við gerð umbúða. Vertu velkominn til okkar í Samhentum í Suðurhraun í Garðabæ – Sjáumst!

Pappapokar Netto

Pappapokar Netto

„Virkilega ánægjulegt að geta sagt frá því að nýju pappapokar Nettó eru komnir í virkni fyrir vefverslun Nettó og hafa verið að reynast mjög vel og almenn ánægja með þá þar á bæ. Vantar þig pappapoka? Samhentir bjóða upp á margar góðar lausnir í pokum og tengdum málum. Ekki hika við að leita til okkar, hafðu samband við þinn tengilið eða sala@samhentir.is og við leysum málin með þér Þjónusta – Gæði – Áreiðanleiki “

Verslun opnar á ný

Verslun opnar á ný

Með tilslökunum sóttvarna mun verslun Samhentra í Suðurhrauni 4A opna að nýju miðvikudaginn 28. apríl 2021.

Samhentir bjóða upp á glæra ruslapoka

Samhentir bjóða upp á glæra ruslapoka

Breyttir hættir kalla á aukna flokkun og skil á sorpi í glærum ruslapokum til endurvinnslustöðva. Tilgangur þessarar breytingar er að stuðla að meiri endurvinnslu og styðja við hringrásarhagkerfið. Þessar breytingar taka gildi nú þegar sem aðlögun en frá og með 1. júlí 2021 mun Sorpa ekki taka á móti sorpi í svörtum ruslapokum. Glæru pokunum er ætlað að auðvelda starfsfólki endurvinnslustöðvanna að hjálpa viðskiptavinum okkar að skila endurvinnsluefnunum í réttan farveg.

Auglýsing í Bændablaðinu

Starfshópur Samhentra sem stendur að garðyrkjunni.

Samhentir: Þjónusta garðyrkjuna á breiðum grunni Frjó umbúðasalan rann árið 2016 inn í Samhenta við kaup félagsins á Frjó umbúðasölunni og hafa Samhentir því verið starfandi með beinum hætti í þágu garðyrkju Íslandi allt frá þeim tíma. Óhætt er að segja að eftir sem áður þjónusti Samhentir ræktendur með hvers konar umbúðir fyrir þeirra einstöku íslensku landbúnaðarafurðir.

Takmarkanir vegna Covidaðstæðna

Takmarkanir vegna Covidaðstæðna

Verslun og söludeild Samhentra eru lokuð sökum Covid-aðstæðna. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum á netfangið sala@samhentir.is eða 575-8000 Verum ábyrg og munum að við erum öll sóttvarnir. Sölumenn munu koma öllum pöntunum sem hægt er í akstur til vskm. We are closed due to Covid circumstances. Please contact us at sala@samhentir.is or 575-8000 Stay healthy and be responsible

Dick Hnífar

Dick Hnífar

Hnífa og áhöld frá Friedrich Dick þarf vart að kynna fyrir íslensku fagfólki í matvælageiranum, sem í daglegu tali eru kallaðir Dick hnífar og áhöld. Til fróðleiks má geta þess að það var Johann Friedrich Dick sem stofnaði félagið árið 1778 í borg hnífanna Solingen í Þýskalandi. Vörurnar frá Dick vekja ætíð hrifningu meðal viðskiptavina enda með háan gæðastaðal, virka vöruþróun og alhliða þjónustu. Svo er ávallt jákvætt þegar hagstætt verð og gæði fara saman. Dick velur aðeins reynda samstarfsaðila og Samhentir eru því afar stoltir að vera í þeim hópi sem umboðsaðilinn á Íslandi. Dick leggur áherslu á þjálfun fyrir bæði sölumenn sína og viðskiptavini. Jafnframt vinnur Dick stöðugt að rannsóknum og þróun verkefna á alþjóðlegum vettvangi. Til gamans má segja frá því að BBQ kóngurinn og The Icelandic Butcher nota eingöngu Dick áhöld ásamt mörgum öðrum í matvælageiranum. Að þessu sögðu er óhætt að segja að Samhentir séu stoltir umboðsmenn Dick á Íslandi. Kæri viðskiptavinur ekki hika við að leita ráða hjá sölumönnum Samhentra gagnvart Dick hnífum og áhöldum, sem og öðrum umbúðum. Samhentir => sala@samhentir.is Þjónusta – Gæði – Áreiðanleiki.

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánundag til fimmtudags 8:00-16:00 og föstudaga 8:00-15:00