NessNess að eitt af fremstu fyrirtækjunum í heiminum á markaði sjálfvirkra reykofna fyrir kjöt og fisk. Ofnarnir eru fullkomnir reyk-, suðu- og steikingarofnar. Fiskreykingarofnar eru með kæliútbúnaði. Saga fyrirtækisins er löng og byggir á metnaðarfullum frumkvöðlum sem hófu hönnun á iðnaðarvélum til matvælaframleiðslu. Margra ára þekking og þjónusta hefur sett vélarnar frá Ness í hæðsta gæðaflokk. Þegar það kemur að því að velja vélar til þess að reykja, sjóða, verka hrápylsur (climaofnar) eða velja heilu vinnslulínurnar þá kemur NESS fyrst upp í hugann. Samhentir og áður VGÍ hafa átt farsæl viðskipti við NESS í mörg ár. |
|
FOMACO
Fomaco er danskt fjölskyldufyrirtæki, sem sérhæfir sig í framleiðslu á pækilsprautuvélum til vinnslu á fiski, kjöti, og kjúklingum. Fomaco hefur yfir 40 ára reynslu af smíði, hönnunar og þróunar þessara véla og leggja mikla áherslu á gæði þjónustu, varðandi varahluti og viðgerðir Fomaco hefur verið selt á Íslandi frá árinu 2000 og eru yfir 40 vélar á markaðnum bæði í fisk og kjötvinnslum, öll helstu vinnslufyrirtækin á Ísland hafa reynslu af Fomaco og fjöldi viðskiptavina sýnir gott orðspor Fomaco á íslenskum markaði. Nýjustu lausnir sem Fomaco býður uppá eru sjálfvirk saltpækilkerfi, sem tryggja rétta blöndu á réttu hitastigi fyrir þarfir viðskiptavinar, einnig hefur verið þróað vigtunar kerfi (IWC) fyrir sprautuvélar til að tryggja rétta og stöðuga innsprautun, kerfið leiðréttir innsprautun ef frávik verða eða stoppa vél ef ekki næsta að leiðrétta. Sjá nánar á www.fomaco.com |
|
RobopacRobopac er hluti af Aetnagroup en innan samstæðunnar eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í lokapökkun og frágangi vöru. Fyrirtækið er leiðandi í hönnun og framleiðslu á brettavafningsvélum enda varð hugmyndin að fyrstu vafningsvélunum til hjá þeim. Fyrirtækið framleiðir meira en 5000 vélar á ári. Brettavafnings- og kassalokunarvélar frá þeim hafa löngu sannað sig hér á landi. Nú eru yfir 70 vélar í notkun á Íslandi.Samhentir hafa átt langt og afar farasælt viðskiptasamband við Robopack |
|
FreyFrey býr yfir 60 ára reynsla í framleiðslu á pylsusprautum. Í dag hefur Frey fyrirtækið stækkað og fylgt þeirri þróun sem orðið hefur í þessum geira og býður uppá vélar sem standast allar þær gæðakröfur sem markaðurin gerir. |
|
AfakAfak Techniek er Hollenskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í fiskvinnslulínum fyrir uppsjávarvinnslu síld, loðnu og makríl. Afak bæði hannar og smíðar allan búnað sjálfir. Eru með yfir 25 ára reynslu á þessu sviði. Hafa sett línur og pökkunarvélar í yfir 100 skip, einnig í stærri landvinnslur um alla Evrópu. Búnaður frá AFAK á Íslandi er víðsvegar t.d hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, Kötlu Seafood, Úthafsskip og Sjólaskip og ofl.Hér má sjá kerfi frá þeim í vinnslu: AFAK pökkunarlína. |
|
MarkemMarkem var stofnað árið 1911 og hefur lengi verið leiðandi í framleiðslu á vélbúnaði fyrir iðnaðarprentun. Markem sameinaðist nýlega Imaje sem starfar einnig á sama sviði.Markem hefur verið leiðandi framleiðandi á prentbúnaði til merkingar á umbúðum og þar hefur nýsköpun ávalt skipað stórt hlutverk. Býður fyrirtækið upp á lausnir við merkingu hvaða umbúða sem er. Í boði eru stimpilprentarar, thermal og thermal transfer prentarar til prentunar á miða eða beint á umbúðir, laser prentara og margar tegundir bleksprautuprentara. Þar eru fremstir í flokki prentarar að gerðinni 5200 sem hafa reynst mjög vel í fyrirtækjum á Íslandi þar sem prentað er beint á ytri umbúðir í stað þess að setja miða á þær. |
|
Minipack Torre
Minipack-Torre á Ítalíu er frumherji í framleiðslu á herpipökkunarvélum og L-suðu og hafa verið í fararbroddi í yfir 30 ár. Hjá fyrirtækinu er mikið lagt í þróunarvinnu sem hefur skilað sér í traustum og góðum tækjum.
Auk höfuðstöðva á Ítalíu eru systurfyrirtæki í Frakklandi og Bandaríkjunum. Vélar frá Minipack hafa verið í notkun á Íslandi í yfir 20 ár. |
|
Saga Poly Clip nær aftur til ársins 1922. Saga þessa árangursríka fyrirtækis er skemmtileg og vel þess virði að kynna sér á heimasíðu fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur komið víða við en er nú leiðandi í framleiðslu á vélum, clipsum og loops fyrir fyrirtæki í matvælageiranum. Öryggi og áræðni eru höfð í fyrirrúmi. |
SupervacSupervac - stofnað árið 1964 - er eitt af leiðandi framleiðandum í heiminum í vacuum pökkun, hitagöngum og dýfingarpottum. Supervac hefur náð framúrskarandi orðspori meðal framleiðenda matvæla um allan heim. Á íslandi eru margar kjöt og fiskvinnslur með Supervac vélar og hafa þær margsannað hve vel þær henta íslenskum markaði. |
ReichReich sérhæfir sig í framleiðslu á kjöt og beinasögum. Fyrirtækið er með mikið úrval af vélum sem henta allt frá þeim minnsta til þess stærsta. Einnig eru boðið uppá sérsmíði. Margir viðskiptavinir eru farnir að biðja um sérsmíði sem gefur þeim aukið forskot í allt harðri samkeppni. |
DeightonDeighton framleiðir mótunarvélar fyrir buff, hamborgara, bollur, kex og marga fleiri vörur sem hægt er að móta. Einnig býður fyrirtækið upp á batter- og röspunarvélar ásamt steikingarböndum. Hægt er að setja upp heilar línur þar sem vara er mótuð, síðan hjúpuð og steikt. Þessar vélar er þekktar fyrir að vera með lága bilana tíðni og mjög áreiðanlegar í alla staði. |
|