Krydd og blöndur í matvæli

Wiberg

Wiberg er leiðandi fyrirtæki um allan heim í kryddblöndum, skinkublöndum og öðrum íblöndunarefnum fyrir kjötiðnaðinn. WIBERG leitast við að breiða út sýn sína á gæði sem gengur út á aukið bragð og aukin ánægja.  Áreiðanlegir dreifiaðilar okkar, sem við höfum starfað með til langs tíma, aðstoða WIBERG við að bjóða viðskiptavinum okkar staðbundnar afurðir, áreiðanlega aðstoð og viðskiptavæna þjónustu.

SAMHENTIR, dreifiaðili ykkar á WIBERG vörum á Íslandi,  lofar fullri  aðstoð og fjölbreyttu úrvali WIBERG afurða sem uppfylla þarfir hvers og eins.

    

 

Witwood

Witwood er eitt öflugasta fyrirtækið í Evrópu með batter, predust, og rasp. Lagað að þínum þörfum. Witwood vinnur náið með fyrirtækjum að vöruþróun og er umhugað um viðskiptavininn og leitast við að láta hugmyndir viðskiptavina lifna við.

   

 

Avebe

Aðalframleiðsla Aveber er sterkja og er fyrirtækið leiðandi á sínu sviði í heiminum. Nýsköpun hefur verið lykill hluti af velgengni AVEBE í gegnum árin. Tilgangur þeirra er að virkja nýsköpun og skapa verðmæti fyrir alla hagsmunaaðila sína.

Sterkja er náttúrulegt hráefni sem er stærsta endurnýjanlega uppspretta fæðu og orkugjafa fyrir menn.

Samhentir bjóða uppá kartöflusterkju og unnar sterkjur frá Avebe fyrir allar gerðir af matvælavinnslu.  Avebe er afar traustur birgi og sterkur bakhjarl.

                                                                                  

 

Devro

Devro er fyrirtæki sem skráð er á hlutabréfamarkað í Evrópu. Devro er með verksmiðjur í Skotlandi, Ástralíu, Tékklandi og Bandaríkjunum.

Devro býr yfir margs konar tækni fyrir framleiðslu á collagen görnum sem er grundvöllur að árangri á heimsvísu. Vörumerki þeirra Devro, Coria, Cutisin og Edicol sýna að Devro er framleiðandi í fremstu röð. Mikil markaðsþekking og alhliða tæknileg þekking þýðir að fyrirtækið er vel sett til að mæta kröfum markaðs og viðskiptavina um allan heim.
                      

 

Vaessen-Schoemaker

Vaessen-Schoemaker er fjölskyldufyrirtæki í Deventer, Hollandi, stofnað árið 1946. Fyrirtækið þróar og framleiðir virk hráefni.  Aðallega sérsniðið hráefni fyrir viðskiptavini sína sem starfa í alþjóðlegum matvælaiðnaði.  Flest eru þau að framleiða kjöt-og fiskafurðir.

Vöruúrvalið er fjölbreytt. Margar gerðir af fosfötum með ýmsum samsetningum. Margra ára reynsla og fjárfestingar í þekkingu hafa leitt til farsæls ferils Vaessen Shoemaker.

Vaessen-Schoemaker selur vörur um allan heim þar sem mikð er lagt uppúr samstarfi við fyrirtæki eins og Samhenta.
                 




Kalle

Kalle er einn af leiðandi framleiðendum í heiminum á Viscose-, plast- og textile görnum fyrir pylsugerð. Kalle er þ.a.l. einn af mikilvægustu samstarfsaðilum kjötiðnaðarins og allra þeirra sem nota garnir í sinni framleiðslu. Fyrirtækið er með 1.300 starfsmenn, starfandi um allan heim. Höfuðstövarnar eru í Weisbaden í Þýskalandi. Verksmiðjur og söluskrifstofur eru í Chile, Danmörku, Bretlandi, Hollandi, Austuríki, Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi og Bandaríkunum.

Samhentir eru dreifingaraðili fyrir Kalle á Íslandi og selja auk þess vörur frá Oskuda og Texta sem eru dótturfyrirtæki Kalle.
      






 

Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánundag til fimmtudags 8:00-16:00 og föstudaga 8:00-15:00