Flýtilyklar
Leit
Miklar hækkanir á hrávörumarkaði
Miklar hækkanir vegna ástands á hrávörumarkaði hafa komið á daginn
Þróunin á hrávörumarkaði á undanförnum mánuðum hefur falið í sér töluverðar kostnaðarhækkanir líkt og spáð var fyrir um sbr. http://www.samhentir.is/is/samhentir/frettir/kaeri-vidskiptamadur og í mörgum tilfellum farið fram úr verstu spám. Þannig hafa hækkanir verið að berast okkur vikulega frá okkar fjölmörgu birgjum og höfum við óhjákvæmilega þurft færa þær hækkanir út í verðið á okkar vörum. Því miður er ekki séð fyrir endann á þessari þróun og þörf á reglulegri endurskoðun meðan að þetta ástand varir. Fjölmargir flokkar hafa hækkað verulega vegna skorts á hrávöru og hækkunar á flutningum, svo sem plast, pappír, ál einnig aðrir hrávöruflokkar eins og olíu, timbur, stál, og gler svo nokkrir hrávöruflokkar séu nefndir.
Þessu til viðbótar hafa tafir gert mjög mikið vart við sig, með mun lengri pöntunar- og afgreiðslutíma, bæði vegna fyrrgreinds skorts á hráefni og svo hafa flutningar farið úr skorðum. Af þeim vörutegundum sem við vinnum hvað mest með þá hefur plast farið lang verst út úr þessu ástandi og telja hækkanir í mörgum tugum prósenta. Höfum við jafnvel fengið fregnir af framleiðendum sem hafa valið að stöðva framleiðslu.
Vegna þessa ástands þá viljum við ráðleggja og hvetja ykkur kæru viðskiptavinir að panta vörur með mun meiri fyrirvara en áður í þeim tilgangi að reyna að komast hjá vöruskorti þar sem sú hætta er til staðar.
Eins og áður þá viljum við leggja okkur fram við að upplýsa okkar viðskiptavinir um ástandið og eftir því sem fréttir berast okkur munum við gera okkar besta til að birta fréttir um það hér. Ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við þinn tengilið eða sala@samhentir.is og við förum yfir málin með þér og gerum okkar besta til að leysa úr stöðunni.
Þjónusta – Gæði – Áreiðanleiki
Samhentir – Kassagerð hf, Suðurhraun 4A, 210 Garðabæ, 575-8000 – www.samhentir.is