CoolSeal

CoolSeal umbúðir voru í upphafi hannaðar sérstaklega fyrir ferskfisk en nú hefur komið í ljós að þær henta afar vel undir bæði fersk og frosin matvæli. Verið er að þróa CoolSeal fyrir saltfisk, ferskan lax, gróðurvörur, grænmeti og fleira.
 

Tri Pack    England

Tri Pack sem framleiðir CoolSeal umbúðirnar er staðsett í Grimsby á Englandi. Fyrirtækið var stofnað fyrir um 30 árum af Stephen Clark.  Tri Pack sérhæfir sig í framleiðslu á umbúðum úr polypropylene; afar endingargóðu efni sem býður upp á mikla möguleika auk þess að vera endurvinnanlegt.

Samhentir eiga helmingshlut í félaginu á móti stofnanda fyrirtækisins Stephen Clarke.

CoolSeal

Aðalframleiðsla TriPack eru CoolSeal umbúðir sem eru framleiddar úr Polypropylene. CoolSeal eru þeim eiginleikum búnir að samskeyti bylgjunnar eru soðin saman þannig að vatn sogast ekki inn í bylgjurnar. Kassinn heldur því eiginleikum sínum hvað varðar einangrun og endingu mun lengur en annars. Kynntu þér CoolSeal  á heimasíðu Tri Pack með því að smella hér.




Eiginleikar CoolSeal

Fyrirferð CoolSeal umbúða er mun minni. Þeir eru afgreiddir samanbrotnir sem sparar bæði flutningskostnað og lagerrýmii. Meira magn kemst i hvern kassa og fleiri kassar komast á hvert bretti.
 



CoolSeal umbúðir eru umhverfisvænar bæði vegna þess að þær eru fyrirferðarminni í flutningum og geymslu auk þess sem auðvelt er að endurvinna hráefnið. Enda er hráefnið 100% hreint Polypropylene.
 



         Notaðir frauðkassar                    Notaðir CoolSeal kassar
   
 









Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánundag til fimmtudags 8:00-16:00 og föstudaga 8:00-15:00