Kivo HollandKivo er einn af stærstu framleiðendum í Evrópu af vörum úr polyethylene hráefni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Volendam í Hollandi en söluskrifstofur og dreifingar aðilar í Þýskalandi, Frakklandi, Englandi, Írlandi, Póllandi, Rússlandi og hjá Samhentum á Íslandi.Fyrirtækið sérhæfir sig í filmuframleiðslu úr HDPE (High Density Polyethylin). Allt frá hráefni, hálfunnum vörum til fullunninna vara fyrir neytendur. Samhentir hafa átt viðskipti við Kivo frá árinu 1995. |
Estiko Plastar Eistland
Estiko Plastar Ltd. er eitt stærsta fyrirtækið á umbúðamarkaði á Balkansvæðinu og sterkur aðili í samkepni við sambærileg fyrirtæki í Skandinavíu og Rússlandi. Fyrirtækið var upphaflega stofnað, 1917 sem hárgreiðuverksmiðja. Nafn Estiko má rekja aftur til 1930 þegar fyrirtækið fékk nafnið Estonian Comb Factori, skammstafað Estico. Fyrirtækið hóf að framleiða plastvörur árið 1969 þegar framleiðsla á plastpokum hófst. Nú nær vöruframboð Estiko til alls matvælageirans, textíliðnaðar, pappa- og byggingariðnaðar. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 250 manns. Samhentir hafa átt viðskipti við Estiko Plastar frá árinu 1992. Estiko er helsti birgi Samhentra í COEX filmum og pokum |
Lin Pack Holland
Vest Pack Færeyjar
P/F Vest Pack var stofnað árið 1994. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti og límmiðaframleiðslu. Vest Pack selur einnig umbúðir, s.s. pappakassa, öskjur, pökkunarvélar og rekstrarvöru til útgerða- og matvælafyrirtækja í Færeyjum. Hjá fyrirtækinu starfa 20 manns. Eigendur Samhentra eiga 50% hlut í Vest Pack og hafa átt viðskipti við fyrirtækið í 12 ár. |
Aurika Litháen
Aurika er hágæða framleiðandi á Eystrasaltslöndum. Höfuðstöðvar fyrirtækis eru staðsettar í Kaunas í Litháen. Þeir sérhæfa sig í framleiðslu á filmum fyrir matvæli (sælgæti, snakk,ís og fl.) Einnig eru þeir stór framleiðandi á límmiðurm, állokum og wrap-around miðum fyrir Coca-Cola. þeir framleiða t.d. fyrir Coca-Cola í Eystrasaltslöndunum. Aurika hefur BRC og ISO matvælavottanir. Samhentir hafa átt viðskipti við Aurika frá árinu 2018. |
|
Superfos er einn af leiðandi framleiðendum í Evrópu á mótuðum plastumbúðum og hágæða dósum og lokum sem hafa sannað sig í notkun um allan heim. Superfos er fyrirtæki með nútíma framleiðslu og framsækna vöruþróun. Superfos var stofnað árið 1892 og framleiddi breytt vöruúrval. Árið 1999 var áherslum breytt og fyrirtækið einbeitir sér fyrst og fremst að framleiðslu moulded plast umbúða . Superfoss framleiðir dósir fyrir matvælaiðnað, snyrtivörur og ýmislegt fyrir heilbrigðisiðnaðinn. Einnig málningadósir, umbúðir fyrir olíur og fleira þess háttar fyrir efnaiðnað. |
|
Polipaks Lettland
Polipaks er stæðsti framleiðandi plastpoka umbúða í Evrópu. Höfuðstöðvar fyrirtækis eru staðsettar í um háltíma aksturlengd frá höfuðborg Lettlands, Riga. Þeir sérhæfa sig í framleiðslu á flipapokum fyrir brauð, ávexti og grænmeti en eru einnig stór í flowpack filmum, yfirfilmum, vacuum pokum og stand-up pokum fyrir osta, kjöt og fisk. Polipaks hefur BRC og ISO matvælavottanir. Samhentir hafa átt viðskipti við Polipaks frá árinu 2018. |
|
Umaras Litháen
Umaras er stæðsti framleiðandi í sjávarútvegs plasti á Eystrasaltslöndunum. Höfuðstöðvar fyrirtækis eru staðsettar í Utena í Litháen sem er um klukkustundar aksturs frá höfuðborginni Vilnius. Þeir sérhæfa sig í framleiðslu á coex filmum og pokum, plast örkum og laminderuðum filmum fyrir sjávarútveginn. Einnig framleiða þeir gamla góða Þolplastið sem Íslendingar þekkja og ber CE vottun og svansvottun. Þeir framleiða líka sorppokana STERKUR sem allir þekkja en vörumerkið STERKUR er mjög þekkt á Íslenskum markaði, enda þekkt fyrir sín gæði og styrkleika. Samhentir hafa átt viðskipti við Umaras frá árinu 2018. |