Flýtilyklar
Leit
Fréttir
„Samhentir verða lokaðir á morgun föstudaginn 13. maí vegna jarðarfarar.“
„Samhentir verða lokaðir á morgun föstudaginn 13. maí vegna jarðarfarar.“
Góður vinur og samstarfsmaður kveður.
Vinur okkar og samstarfsmaður til margra ára Guðráður Gunnar Sigurðsson, Gurri, varð bráðkvaddur 3. maí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju á Akranesi næstkomandi föstudag, 13. maí klukkan 13. Einnig verður útförinni streymt í gegnum netið.
Enn syrtir í álinn á erlendum mörkuðum og verð hækka
Enn syrtir í álinn á erlendum mörkuðum og verð hækka
Því miður sendum við aftur fréttaskot gagnvart því að enn syrti í álinn á erlendum mörkuðum. Eitthvað sem berst okkur daglega í fréttum. Þegar útlit var fyrir afléttingar gagnvart Covid réðust Rússar inn í Úkraínu með hræðilegum afleiðingum gagnvart saklausum borgurum sem og afleiðingum fyrir efnahagslífið. Þannig hefur orkuverð margfaldast í verði og er nú um 4-5 sinnum hærra en áður þekktist. Í kjölfarið er rekstur á pappamyllum orðinn mjög þungur, sér í lagi þær sem standa einar og sér. Óhjákvæmilega eru því framleiðendur á pappaumbúðum að fá mun hærra hráefnisverð í fangið og hærra orkuverð ásamt hærra flutningsverði, almennri verðbólgu t.d. í launum og öðrum aðföngum. Raunar er það svo að við heyrðum nýverið af sex pappamyllum á Ítalíu sem hreinlega lokuðu og hættu starfsemi í bili, ásamt tveimur öðrum í Frakklandi og Þýskalandi. Flestar af þessu pappamyllum hafa svo valið að selja orkuna áfram út í markaðinn á sínu háa verði. Ekki laust við sú spurning vakni hvort þetta sé ekki orðið eitthvað mjög bjagað og óeðlilegt?
Páskaumbúðir
Nói Síríus og Samhentir hafa verið í samstarfi með þróun á umbúðum sem auðvelda pökkun og dreifingu á páskaeggjum. Frábær útkoma á umbúðum sem gleðja.
Óbreytt útlit á mörkuðum 2022, enn mikið ójafnvægi.
Ágæti viðskiptavinur
Líkt og við höfum áður komið inn á, bæði í samtali við ykkur sem og í okkar fréttafærslum, þá hafa átt sér stað miklar verðbreytingar á árinu 2021. Þessar verðbreytingar eiga rætur sínar að rekja til afleiðinga heimsfaraldursins þ.e. skortur á hrávöru sem leiddi af sér miklar hækkanir á hrávöruverði. Aðstæður sem eru fordæmalausar (force majeure) og ástand sem við höfum hvorki séð fyrir né upplifað áður. Því miður er það svo að ekki er útlit fyrir að framboð á mörkuðum nái jafnvægi við eftirspurn núna í ár. Óhjákvæmileg afleiðing þessa ástands er áframhaldandi hækkandi vöruverð. Vissulega mismunandi eftir vöruflokkum og eðli þeirra, samanber mikil þróun yfir í pappa, hækkun í plasti og tafir jafnvel skortur á áli og reyndar lengri afgreiðslutímar í öllum vöruflokkum sem kallar á meiri fyrirvara pantanna.
Verslun Samhentra opnar á ný 7. febrúar
Verið velkomin á Suðurhraun 4a. en verslun okkar hefur opnað á ný.
Starfsfólk okkar tekur vel á móti þér.
Vöruþróun Samhentir kassagerð
Í takt við þínar þarfir.
Við leggjum okkur fram við margþætta vöruþróun í góðu samstarfi við viðskiptavini og birgja.
Endilega láttu í þér heyra ef þig vantar lausnir fyrir þína vöru. sala@samhentir - 5758000
Skýrsla danska umhverfisráðuneytisins segir hefðbundinn plastpoka umhverfisvænastan (feb.2018)
Skýrsla danska umhverfisráðuneytisins segir hefðbundinn plastpoka umhverfisvænastan (feb.2018)
Óhætt er að segja að skýrsla danska umhverfisráðuneytisins („Life Cycle Assessment of grocery carrier bags“) sé mjög yfirgripsmikil, fræðileg og fróðleg og greinilega vel unnin. Niðurstaða skýrslunnar að teknu tilliti til mjög margra umhverfisþátta er að hinn hefðbundni plastpoki (LDPE) sé umhverfisvænasti innkaupapokinn fyrir danskan neytendamarkað. Ekki skal lagt mat á niðurstöðuna frekar en þó er rétt að geta þess að skýrslan tók tillit til mjög margra þátta og greinilegt að hún var mjög vel unnin sem ætti öllu jafna að leiða til faglegrar niðurstöðu.
Jólapokar
Fallegir jólapokar í mörgum útfærslum komnir.
Hafið samband við sölumann á sala@samhentir eða hringið í 5758000