Enn syrtir í álinn á erlendum mörkuðum og verð hækka

Enn syrtir í álinn á erlendum mörkuðum og verð hækka

Því miður sendum við aftur fréttaskot gagnvart því að enn syrti í álinn á erlendum mörkuðum. Eitthvað sem berst okkur daglega í fréttum. Þegar útlit var fyrir afléttingar gagnvart Covid réðust Rússar inn í Úkraínu með hræðilegum afleiðingum gagnvart saklausum borgurum sem og afleiðingum fyrir efnahagslífið. Þannig hefur orkuverð margfaldast í verði og er nú um 4-5 sinnum hærra en áður þekktist. Í kjölfarið er rekstur á pappamyllum orðinn mjög þungur, sér í lagi þær sem standa einar og sér. Óhjákvæmilega eru því framleiðendur á pappaumbúðum að fá mun hærra hráefnisverð í fangið og hærra orkuverð ásamt hærra flutningsverði, almennri verðbólgu t.d. í launum og öðrum aðföngum. Raunar er það svo að við heyrðum nýverið af sex pappamyllum á Ítalíu sem hreinlega lokuðu og hættu starfsemi í bili, ásamt tveimur öðrum í Frakklandi og Þýskalandi. Flestar af þessu pappamyllum hafa svo valið að selja orkuna áfram út í markaðinn á sínu háa verði. Ekki laust við sú spurning vakni hvort þetta sé ekki orðið eitthvað mjög bjagað og óeðlilegt?

 

Til viðbótar við þessari neikvæðu þróun hjá pappamyllum hafa framleiðendur í Rússlandi ekki náð að starfa og eða skaffa vöru inn í markaðinn vegna viðskiptaþvingana. Þá jókst eftirspurn í Evrópu eftir pappa á síðasta ári um 6%. Þannig að þegar dregur verulega úr framboði er eftirspurn er enn að aukast og þar með þróast verð til verri vegar. Enn fremur hafa flutningar hækkað mjög mikið og sem dæmi þá vantar um 600.000 bílstjóra inn í akstursþjónustu í Evrópu sökum brotthvarfs á bílstjórum frá Rússlandi og Úkraínu.

 

Það vekur því ekki undrun að við hjá Samhentum Kassagerð fáum nánast daglega tilkynningar um hækkanir frá okkar fjölmörgu birgjum víðs vegar í heiminum. Augljóslega leggjum við okkur fram um að lágmarka og hægja á slíkum hækkunum en líkt og við höfum komið inn á áður þá er ástandið núna fordæmalaust og ekki hægt að verjast hækkunum nema þá kannski með því að panta ekki vöruna. Þess vegna hafa kraftar okkar beinst í þá átt að gera allt til að tryggja að vörur skili sér til landsins. Það hefur heilt yfir gengið vel hingað til enda unnið í góðu samstarfi við okkar birgja og ykkur kæru viðskiptavinir, með ykkar plönum og pöntunum fram í tímann. Að þessu sögðu hvetjum við þó alls ekki til pantanna á öryggislagerum um fram það sem eðlilegt getur talist. Lykil aðgerðin hér er áætlun fram í tímann sem við vinnum með ykkur í góðu samstarfi.

 

Að lokum, við leggjum okkur fram um að upplýsa viðskiptavini um ástandið eftir því sem fréttir berast og gerum okkar besta að birta fréttir. Vakni spurningar ekki hika við að hafa samband við þinn tengilið eða senda tölvupóst á sala@samhentir.is og við förum yfir málin með þér og gerum okkar besta til að leysa úr stöðunni.


Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánundag til fimmtudags 8:00-16:00 og föstudaga 8:00-15:00