Flýtilyklar
Leit
Verðbreytingar
18.04.2012
Undanfarið hefur verð á bæði pappír og plasti hækkað á hrávörumörkuðum og þar af leiðandi einnig á fullunninn vöru.
Erlendir birgjar okkar hafa eftir megni reynt að komast hjá verðhækkunum en verð hafa þó verið að síga upp á við undanfarið. Frá liðnu hausti hefur íslenska krónan veikst sleitulaust eða um nærri 8% sem veldur því að ekki er hægt að komast hjá því að breyta verðum til samræmis. Hjá þeim sem versla í erlendri mynt verður breytingin minni.