Verðhækkanir í farvatninu sökum breyttra aðstæðna á hrávörumörkuðum

Hrávörumarkaðir með lága birgðastöðu
Undanfarna mánuði þá hefur framleiðsla hrávöru á mörgum stöðum stöðvast og heimurinn gengið á lagera í stað framleiðslu. Núna er ástandið  þannig að notendur hráefnis eru byrjaðir að undirbúa gangsetningu sem veldur því að hrávöruskortur verður og höfum við orðið varir við      töluverðar hækkanir á þeim hrávörumörkuðum sem við störfum á. Í einhverjum tilfellum er hætta á vöruskorti, sér í lagi hjá þeim fyrirtækjum sem eru að kaupa hráefni af ótengdum aðilum. Samhentir búa svo vel að í flestum tilfellum eru birgjar okkar eru einnig hrávöruframleiðendur og telja þeir að hjá þeim verði ekki skortur. Allar líkur eru á því að afhendingartími gæti lengst og verð, eins og áður segir, eru þegar byrjuð að hækka.

Hráefnisverð á pappa er að hækka mikið
Aukin eftirspurn frá Asíu á pappa og minna framboð á pappa á mörkuðum ásamt vandamálum tengdum flutningi er að leiða til skorts á pappa á hrávörumarkaði sem svo leiðir af sér hrávöruverðs-hækkanir á þeim markaði. Í dag hefur hrávöruverð á pappa hækkað um 13% síðan í desember. Einnig hafa aðilar áhyggjur af framboðinu til framtíðar og viljum við hvetja viðskiptavini til að panta með meiri fyrirvara en áður til að tryggja afhendingu á réttum tíma. Okkar helstu birgjar spá töluverðum hækkunum á EUWID vísitölunni (pappírs vísitalan) á mjög skömmum tíma, sérstaklega 2-3 mánuðum.

Plastvísitalan, ICIS, er að hækka hratt sem leiðir sérstaklega til hækkunar á PE og PP
Í dag hefur dregið verulega úr framboði vegna aðstæðna innan efnaframleiðslu í Evrópusambandinu. Þetta hófst nýlega en undanfarna daga höfum við séð ástandið versna umtalsvert. Eins og staðan er þá er þetta óleyst og á meðan staðan er svona þá hækkar hrávöruverð sem leiðir af sér töluverðar hækkanir á PE og PP.
• Flutningur á heimsvísu
Vegna takmarkana á flutningum vegna COVID og lokanna á sumum svæðum en opnunar á öðrum þá hefur orðið ójafnvægi á lausum flutningsplássum á heimsvísu. Þetta veldur því að flutningur getur bæði tekið lengri tíma en einnig að hann hefur hækkað í verði. Við eins og áður munum kappkosta við að fá eins góð flutningskjör og tíma eins og mögulegt er en við getum átt von á því að þessar raskanir munu vera áfram út þetta ár í það minnsta.

Þessi póstur er fyrst og fremst hugsaður til upplýsinga en okkar mat er að árið 2021 verði mjög krefjandi gagnvart hrávörumarkaði og þar að leiðandi gagnvart afurðum eins og umbúðum. Markaðir munu á endanum finna jafnvægi en við viljum hvetja okkar viðskiptavini að bregðast við eins og kostur er.
Vakni spurningar í framhaldinu af þessu þá eftir sem áður ekki hika við að hafa samband við þinn tengilið hjá Samhentum.
Samhentir- Kassagerð ehf, Suðurhrauni 4A, 210 Garðabæ, ,Sími: 5758000 - sala@samhentir.is - www.samhentir.is


Samhentir - kassagerð hf | Suðurhrauni 4a | 210 Garðabæ | Sími +354 575 8000 | Fax +354 575 8001 | sala@samhentir.is

Opnunartími:  Mánundag til fimmtudags 8:00-16:00 og föstudaga 8:00-15:00