Flýtilyklar
Leit
Jafnlaunastefna Samhentra
Stefna 2023-2026
Krafan um að allt starfsfólk á vinnumarkaði án tillits til kynferðis, uppruna eða annarra þátta sem ekki varða hæfni launafólks eða verðmæti vinnuframlags þess er ein af grundvallarkröfum samfélagsins. Í Samhentum eiga allir að njóta mannréttinda, virðingar og jöfnuðar. Starfsfólk skal metið að verðleikum og stuðlað að því að sem flestir einstaklingar nýti hæfni sína og þekkingu sem best, allt við hæfi hvers og eins. Jafnréttisstefna Samhentra er unnin eftir ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 https://www.althingi.is/lagas/nuna/2020150.html þar sem m.a. kemur fram að gæta skuli jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu. Tekið skal mið af þessu ákvæði við stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð. Í jafnréttisáætluninni eru sett fram markmið og aðgerðir sem lúta að ákvæðum jafnréttislaga. Hluti áætlunarinnar er einnig stefna og viðbragðsáætlun Samhentra vegna eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni, ofbeldis eða annarrar ótilhlýðilegrar hegðunar og viðverustefna.