Flýtilyklar
Leit
CoolSeal saltfiskkassarnir eru komnir í hús
CoolSeal 25 kg. saltfiskkassarnir eru nú til á lager hjá okkur. Kassarnir hafa verið prófaði bæði hér á Íslandi og í Færeyjum með góðum árangri. Saltfiskkaupendur á Spáni sem hafa fengið kassana til sín eru ánægðir með þessar nýju umbúðir og hafa trú á þeim.
Helstu kostir CoolSeal saltfiskkassanna eru eftirfarandi:
- Kassinn dregur ekki í sig vatn þannig að hann gefur sig ekki þó svo varan þurfi að bíða lengi á lager. „Kassinn lifir líftíma saltfisksins“
- Kassinn er tæp 0,7 kg eða helmingi léttari en solid board með stífum (1,4 kg). CoolSeal umbúðir í heilum 40 feta gám vega um 540 kg á meðan sambærilegur gámur af Solid board vegur 1.100 kg.
- Blár botn skerpir á hvíta litnum í fiskinum og gerir hann þannig girnilegri í fiskborði fisksalans. Sjá mynd hér fyrir neðan.
- CoolSeal umbúðirnar eru 100% endurvinnanlegar.
CoolSeal lokin eru tvílit en einnig er hægt að nota hefðbundið solid board lok í fjórlit með CoolSeal kassa.
Kassarnir eru bæði til vél- og handreisanlegir.
Saltfiskkassi, 25kg. vélreisanlegur
Saltfiskkassi, 25kg. með stífum
CoolSeal kassinn, blár að innan er til vinstri.
Fiskurinn lítur mun hvítari og gæðalegri út í þeim kassa
Myndin sýnir saltfiskstæðu sem er búin að standa á 7. mánuð og er á leið til
Spánar. Kaupandinn á Spáni var mjög ánægður með bæði fisk og umbúðir.